Öfgasinnar endurspegla ekki háskólasamfélagið Muhammed Emin Kizilkaya skrifar 6. nóvember 2019 19:47 Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun