Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.
Xhaka lét stuðningsmenn Arsenal heyra það þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafnteflinu við Crystal Palace um síðustu helgi. Hann fór úr treyjunni, kastaði henni í jörðina og strunsaði svo inn til búningsherbergja.
Xhaka viðurkenndi að hafa brugðist rangt við en sagði að hann hefði fengið nóg af framkomu stuðningsmanna Arsenal. Í yfirlýsingu frá Xhaka sagði hann m.a. að konu sinni og dóttur hefðu verið hótað.
The following is a message from Granit Xhaka... pic.twitter.com/YG5lBKmQvi
— Arsenal (@Arsenal) October 31, 2019
Xhaka lék ekki með Arsenal þegar liðið tapaði fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í 4. umferð enska deildabikarsins í fyrradag. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5-5 en Liverpool vann vítakeppnina, 5-4.
Ekki liggur fyrir hvort Xhaka verði áfram fyrirliði Arsenal.