Fyrstu skrefin í opnun netverslunar Viðar Blöndal skrifar 13. nóvember 2019 11:00 Í upphafi skal endinn skoða Netverslun á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár þar sem vöxtur hefur verið mikill og væntingar viðskiptavina aukist jafnt og þétt. Verslun á netinu er nú orðinn hversdagslegur hlutur í lífi Íslendinga. Fjölmörg tækifæri eru í breytingum á neytendahegðun. Með því t.d. að tengja saman hefðbundnar verslanir og netverslanir opnast fjölmörg tækifæri til þess að bjóða upp á sérsniðna þjónustu í rauntíma. Góð þjónusta hefur enn mikið um það að segja hvar fólk verslar og gæði þjónustunnar bætir upplifun viðskiptavina og virði vörunnar.Varstu að opna netverslun? Rekja má aukna netverslun til þess hversu miklu einfaldara ferlið er orðið. Fólk er orðið vant því að eiga viðskipti á netinu og þekkir kosti þess að geta verslað heima í stofu. Skilin á milli þess sem gæti talist hefðbundin verslun vs. netverslun eru alltaf að verða óljósari og kannski á það einmitt að vera þannig – að viðskiptavininum sé mætt þar sem hann er staddur. Það eru mörg spennandi tækifæri í verslun á netinu en að mörgu er að huga þegar tekin hefur verið ákvörðun um að opna netverslun. Fyrst þarf að velja netverslunarkerfi eins og t.d. Shopify, Woocommerce, eða tengjast vefþjónustu. Hægt er að leita til margra aðila bæði innanlands og utan sem aðstoða við uppsetningu kerfis. En í upphafi skal endinn skoða því oft gleymist að hugsa um afhendingarmáta en nauðsynlegt er að gera strax ráð fyrir þeim valmöguleikum sem bjóða á í versluninni. Það hefur borið á því að þetta mikilvæga atriði, sem hefur bein áhrif á upplifun viðskiptavinarins, gleymist og verði út undan.Hvað skiptir viðskiptavininn þinn máli? Neytendur gera kröfu um notendavænt viðmót og aðgengilega heimasíðu þar sem upplýsingar um vörur, verð og skilmála eru sýnilegar. Reynsla okkar hjá Póstinum segir einnig til um það að eitt af því sem getur haft mikil áhrif á ánægju viðskiptavina og aukið líkurnar á endurkaupum er hversu vel er hugað að lokaskrefinu – afhendingu sjálfrar vörunnar.Hvernig er þín netverslun? Okkar reynsla er sú að þær netverslanir sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á sem fjölbreyttast val um afhendingarmáta verða oft þær sem njóta hvað mestrar velgengni. Hér er áreiðanlegur dreifingaraðili með öflugt dreifikerfi lykilatriði sem og fjölbreyttur afhendingarmáti. Eitt hentar ekki öllum en undanfarið höfum við séð mikla aukningu hjá þeim netverslunum sem bjóða viðskiptavinum sínum að sækja vöruna í Póstbox og jafnframt að viðskiptavinir kjósi þá afhendingarleið. Jákvæð áhrif eftir kaup er hægt að skapa með skjótri afhendingu á vöru, valkostum um skil á vöru ef kaupandinn er ekki ánægður með vöruna, svo og að upplýsingar um afhendingarskilmála, skilarétt og ábyrgð séu birtar á vefsíðunni. Kostir þess að velja Póstbox eru ótvíræðir. Þar er aldrei biðröð og þú sækir þegar þér hentar, aðrir kjósa að fá sent á næsta Pósthús eða fá sendingar sendar heim til sín. Aðalmálið er að fólk hafi val.Tækifæri til að auka þjónustu við viðskiptavini Hvað vilja þínir viðskiptavinir og hvernig stendur þú þig í samanburði við samkeppnina? Auðvelt er fyrir neytendur að taka upplýsta kaupákvörðun með því að finna og bera saman netverslanir, verð og sendingarskilmála. Betra aðgengi að upplýsingum auðveldar samanburð á verði og kostnaði sem eykur gagnsæi verðlags. Tæknin gerir netversluninni enn fremur kleift að koma einstaklingsmiðuðum skilaboðum til kaupenda, allt eftir því hvernig kauphegðunin er. Tækifæri netverslana til að sérsníða tilboð og skilaboð að sínum markhóp eru endalaus. Fyrirtæki þurfa því að leggja sig fram um að finna leiðir til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og hvað skiptir þá máli. Fyrirtæki sem einbeita sér að því að stofna til nánara sambands við viðskiptavini sína og eiga í samtali við viðskiptavininn til kynnast honum, munu skara fram úr.Síðasti leggurinn er einn sá mikilvægasti Vöxtur í netverslun og óskir neytenda hafa leitt til aukinnar áherslu á fjölbreytta afhendingarkosti og hraða í því að fá vöruna afhenta sem fyrst. Við í Póstinum þjónustum margar af stærstu netverslunum landsins og leitum sífellt leiða í samstarfi við þær til þess að lækka kostnað fyrir sendandann og koma á sama tíma til móts við þarfir viðskiptavina þeirra. Íslenskir neytendur gera kröfu um þægilega afhendingu og auðveld vöruskil. Póststoð er m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Póststoð auðveldar alla skráningu, utanumhald, umsýslu og gerir viðskiptavinum auðvelt að fylgjast með pökkum sem hafa verið sendir auk þess sem sendandi getur fylgst með stöðu sendinga beint inni í Póststoðinni. Með Póststoð er auðvelt að prenta út miða með strikamerki sem hægt er að festa á pakka. Einnig er hægt að prenta beint á límmiða sem gerir ferlið enn einfaldara. Öll gögn sem skráð eru í Póststoð eru send beint til í tölvukerfi Póstsins sem þýðir að þegar pakkinn er kominn í hús er rekjanlegt númer hans þegar skráð í tölvukerfið. Ekki gleyma síðasta leggnum í kaupferli viðskiptavina því þegar kaup hafa átt sér stað viljum við öll fá vöruna hratt og vel til okkar – ekki síst rétt fyrir jól.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í upphafi skal endinn skoða Netverslun á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár þar sem vöxtur hefur verið mikill og væntingar viðskiptavina aukist jafnt og þétt. Verslun á netinu er nú orðinn hversdagslegur hlutur í lífi Íslendinga. Fjölmörg tækifæri eru í breytingum á neytendahegðun. Með því t.d. að tengja saman hefðbundnar verslanir og netverslanir opnast fjölmörg tækifæri til þess að bjóða upp á sérsniðna þjónustu í rauntíma. Góð þjónusta hefur enn mikið um það að segja hvar fólk verslar og gæði þjónustunnar bætir upplifun viðskiptavina og virði vörunnar.Varstu að opna netverslun? Rekja má aukna netverslun til þess hversu miklu einfaldara ferlið er orðið. Fólk er orðið vant því að eiga viðskipti á netinu og þekkir kosti þess að geta verslað heima í stofu. Skilin á milli þess sem gæti talist hefðbundin verslun vs. netverslun eru alltaf að verða óljósari og kannski á það einmitt að vera þannig – að viðskiptavininum sé mætt þar sem hann er staddur. Það eru mörg spennandi tækifæri í verslun á netinu en að mörgu er að huga þegar tekin hefur verið ákvörðun um að opna netverslun. Fyrst þarf að velja netverslunarkerfi eins og t.d. Shopify, Woocommerce, eða tengjast vefþjónustu. Hægt er að leita til margra aðila bæði innanlands og utan sem aðstoða við uppsetningu kerfis. En í upphafi skal endinn skoða því oft gleymist að hugsa um afhendingarmáta en nauðsynlegt er að gera strax ráð fyrir þeim valmöguleikum sem bjóða á í versluninni. Það hefur borið á því að þetta mikilvæga atriði, sem hefur bein áhrif á upplifun viðskiptavinarins, gleymist og verði út undan.Hvað skiptir viðskiptavininn þinn máli? Neytendur gera kröfu um notendavænt viðmót og aðgengilega heimasíðu þar sem upplýsingar um vörur, verð og skilmála eru sýnilegar. Reynsla okkar hjá Póstinum segir einnig til um það að eitt af því sem getur haft mikil áhrif á ánægju viðskiptavina og aukið líkurnar á endurkaupum er hversu vel er hugað að lokaskrefinu – afhendingu sjálfrar vörunnar.Hvernig er þín netverslun? Okkar reynsla er sú að þær netverslanir sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á sem fjölbreyttast val um afhendingarmáta verða oft þær sem njóta hvað mestrar velgengni. Hér er áreiðanlegur dreifingaraðili með öflugt dreifikerfi lykilatriði sem og fjölbreyttur afhendingarmáti. Eitt hentar ekki öllum en undanfarið höfum við séð mikla aukningu hjá þeim netverslunum sem bjóða viðskiptavinum sínum að sækja vöruna í Póstbox og jafnframt að viðskiptavinir kjósi þá afhendingarleið. Jákvæð áhrif eftir kaup er hægt að skapa með skjótri afhendingu á vöru, valkostum um skil á vöru ef kaupandinn er ekki ánægður með vöruna, svo og að upplýsingar um afhendingarskilmála, skilarétt og ábyrgð séu birtar á vefsíðunni. Kostir þess að velja Póstbox eru ótvíræðir. Þar er aldrei biðröð og þú sækir þegar þér hentar, aðrir kjósa að fá sent á næsta Pósthús eða fá sendingar sendar heim til sín. Aðalmálið er að fólk hafi val.Tækifæri til að auka þjónustu við viðskiptavini Hvað vilja þínir viðskiptavinir og hvernig stendur þú þig í samanburði við samkeppnina? Auðvelt er fyrir neytendur að taka upplýsta kaupákvörðun með því að finna og bera saman netverslanir, verð og sendingarskilmála. Betra aðgengi að upplýsingum auðveldar samanburð á verði og kostnaði sem eykur gagnsæi verðlags. Tæknin gerir netversluninni enn fremur kleift að koma einstaklingsmiðuðum skilaboðum til kaupenda, allt eftir því hvernig kauphegðunin er. Tækifæri netverslana til að sérsníða tilboð og skilaboð að sínum markhóp eru endalaus. Fyrirtæki þurfa því að leggja sig fram um að finna leiðir til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og hvað skiptir þá máli. Fyrirtæki sem einbeita sér að því að stofna til nánara sambands við viðskiptavini sína og eiga í samtali við viðskiptavininn til kynnast honum, munu skara fram úr.Síðasti leggurinn er einn sá mikilvægasti Vöxtur í netverslun og óskir neytenda hafa leitt til aukinnar áherslu á fjölbreytta afhendingarkosti og hraða í því að fá vöruna afhenta sem fyrst. Við í Póstinum þjónustum margar af stærstu netverslunum landsins og leitum sífellt leiða í samstarfi við þær til þess að lækka kostnað fyrir sendandann og koma á sama tíma til móts við þarfir viðskiptavina þeirra. Íslenskir neytendur gera kröfu um þægilega afhendingu og auðveld vöruskil. Póststoð er m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Póststoð auðveldar alla skráningu, utanumhald, umsýslu og gerir viðskiptavinum auðvelt að fylgjast með pökkum sem hafa verið sendir auk þess sem sendandi getur fylgst með stöðu sendinga beint inni í Póststoðinni. Með Póststoð er auðvelt að prenta út miða með strikamerki sem hægt er að festa á pakka. Einnig er hægt að prenta beint á límmiða sem gerir ferlið enn einfaldara. Öll gögn sem skráð eru í Póststoð eru send beint til í tölvukerfi Póstsins sem þýðir að þegar pakkinn er kominn í hús er rekjanlegt númer hans þegar skráð í tölvukerfið. Ekki gleyma síðasta leggnum í kaupferli viðskiptavina því þegar kaup hafa átt sér stað viljum við öll fá vöruna hratt og vel til okkar – ekki síst rétt fyrir jól.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun