Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Elín Sigurgeirsdóttir, Eybjörg Hauksdóttir, Haraldur Sæmundsson og Jón Gauti Jónsson og Þórarinn Guðnason skrifa 11. nóvember 2019 13:42 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun