Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:24 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í síðustu viku. Hún er með afar díl í laginu eins og stundaglas á maganum, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Mynd/Aðsend Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24