Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. nóvember 2019 13:47 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen. Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen.
Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira