Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 23:26 Jerry Chun Shing Lee er 55 ára. Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30
CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35
Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00