Samherji og byggðakvótinn Kristinn H. Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2019 08:29 Greinin birist í Morgunblaðinu árið 2001 þar sem lýst er ávinningi Samherja af ákvörðunum stjórnmálamanna sem segja má að hafi komið fótunum undir fyrirtæki sem stofnað var til af vanefnum. Það er fyllilega tímabært að rannsaka samband stjórnmála og Samherja hér innanlands ekki síður en erlendis. Athuga ber að fjárhæðirnar eru á verðlagi 2001 og þarf að margfalda með 2,2 til að færa til verðlags í dag. Greinin er endurbirt að ósk höfundar í tilefni máls Samherja sem nú er til rannsóknar hjá yfirvöldum. Samherji og byggðarkvótinn Í viðtali við Mbl. 24. maí sl.segir Þorsteinn Vilhelmsson, sem áður var einn af eigendur Samherja hf á Akureyri: „Hugmyndir Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns og stjórnarformanns Byggðastofnunar, um byggðakvóta og svæðisbundinn kvóta eru með ólíkindum.“ og bætir svo við: „’Eg bið Guð að hjálpa mér ef stjórnmálamenn ætla að fara að úthluta kvóta. Það yrði tómur hringlandaháttur og vitleysa. Stjórnmálamenn geta aldrei úthlutað kvóta nema með skít og skömm.“ Þetta eru miklar yfirlýsingar. Spurningin er þessi: hafa stjórnmálamenn ekki áður komið að úthlutun kvóta og hver er reynsla Þorsteins Vilhelmssonar af afskiptum þeirra? Akureyrin EA 10 – tvö þúsund milljónir kr. Þeir Samherjafrændur keyptu togarann Akureyrina árið 1983 og þegar ákveðið var að setja á kvótakerfið kom í ljós að veiðireynsla toganars var lítil og kvótinn sem skipið átti að fá árið 1984 var ekki nema 673 tonn, þar af 98 tonn af þorski og 333 tonn af karfa. Það þótti ekki sanngjarnt og í febrúar 1984 var kvótinn aukinn í 1769 tonn og mánuði seinna kom til svonefndur skipstjórakvóti og nú var kvótinn kominn í 4.445 tonn, þar af 1.512 tonn af þorski og 1.146 tonn af karfa. Grálúðukvótinn jókst úr 40 tonnum í 1.180 tonn. Verðmæti kvótans sem þannig var færður á skipið,og er sannkallaður gjafakvóti, nemur liðlega 2000 milljónum króna á verðlagi í dag. Þetta er býsna góður byggðakvóti sem að sjálfsögðu var af öðrum tekinn. Oddeyrin EA 210 – ellefu hundruð milljónir kr. Árið 1986 keypti Samherji raðsmíðaskipið Oddeyrina. Af raðsmíðaskipunum fjórum er mikil saga sem rakin er í sérstakri skýrlu fjármálaráðherra sem lögð var fyrir Alþingi á löggjafarþinginu 1997 – 98. Auk þess hefur Ríkisendurskoðun gert grein fyrir ýmsum þáttum málsins í nokkrum skýrslum sínum. Skipið fékk úthlutað kvóta 200 þíg. þótt engin veiðireynsla væri fyrir hendi, auk þess leyfi til rækjuveiða og 500 tonna kvóta þegar rækjan var sett í kvóta ári seinna. Þessi kvóti er að verðmæti um 340 mkr. En opinber stuðningur við kaup á Oddeyrinni var meiri. Söluverðið var miklu lægra en smíðaverðið eða sem nemur um 120 mkr. á verðlagi í dag. Þar að auki neituðu kaupendurnir að undirrita skuldabréfin fyrir þeim hluta kaupverðsins sem var lánað þegar til kom, en það var reyndar nánast allt kaupverðið, og báru því við að þeir væru óánægðir með þann aflakvóta sem skipinu var úthlutað. Komu þeir sér hjá því að undirrita skuldabréfin og þurfti ríkið að höfða mál á hendur kaupendunum og biðja um uppboð. Var ekki gengið frá skuldabréfum fyrr en 10 árum seinna. Í því uppgjöri var bókfærð skuld verulega lægri en verið hefði ef skuldin væri framreiknuð með lánskjaravísitölu og reiknaðir 6% raunvextir og allir dráttarvextir voru felldir niður. Samtals nam þessi eftirgjöf skuldarinnar um 640 mkr. á verðlagi í dag. Eftirgjöf ríkisins er alls um 760 mkr. þegar tekinn er með afslátturinn á smíðaverðinu og um 1.100 mkr. þegar kvótinn er reiknaður með. Í Mbl. viðtalinu segir Þorsteinn að það sé ekki hægt að reka sjávarútveginn sem einhvers konar félagsmálastofnun. Einhver orðhvatur gæti sagt að þarna væri um félagsmálaaðstoð að ræða til handa Samherja hf. Þorsteinn EA 610 – tvö hundruð milljónir kr. Togarinn Þorsteinn varð fyrir miklu tjóni 1988 og lá frá þeim tíma við bryggju á Akureyri og var ekki gert út framar. Þegar kvótinn kemur árið 1991 fær Þorsteinn EA kvóta, sem er merkilegt í ljósi þess að skipið hafði ekki veitt svo lengi. A.m.k. missa skip sinn kvóta ef ekki er veitt tvö ár í röð. Kvótin skipsins nam 1.163 þíg fyrsta heila kvótaárið svo það eru miklir peningar í því að halda kvótanum. En þessu til viðbótar fékk Þorsteinn EA sóknarmarksuppbætur. Þessar uppbætur hækkuðu síðan aflahlutdeild skipsins. Þetta þýddi t.d. að aflamark í þorski varð 981 tonn í stað 858 tonna fyrsta fiskveiðaárið, sem reyndar var einungis 8 mánuðir. Verðmæti uppbótakvótans er líklega um 200 mkr. Það er góður afrakstur af sóknarmarki um árabil við bryggju á Akureyri. Það mætti kalla bryggjumark. Samandregið þá nemur verðmæti byggðakvótans til Samherja hf um 2.540 mkr. og eftirgjöf ríkisins vegna raðsmíðaskipsins, „félagmálaaðstoðin“ um 760 mkr. eða alls um 3.300 mkr. Þetta er afrakstur af byggðasjónarmiðum og afskiptum stjórnmálamanna og mér finnst eiginlega óþarfi af Þorsteini að biðja Guð að hjálpa sér ef stjórnmálamenn eigi að fara að úthluta kvóta. Frekar ætti Guð að hjálpa þeim sem frá var tekið til að færa Samherja hf.Höfundur er ritstjóri bb.is og fyrrverandi Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Samherjaskjölin Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Greinin birist í Morgunblaðinu árið 2001 þar sem lýst er ávinningi Samherja af ákvörðunum stjórnmálamanna sem segja má að hafi komið fótunum undir fyrirtæki sem stofnað var til af vanefnum. Það er fyllilega tímabært að rannsaka samband stjórnmála og Samherja hér innanlands ekki síður en erlendis. Athuga ber að fjárhæðirnar eru á verðlagi 2001 og þarf að margfalda með 2,2 til að færa til verðlags í dag. Greinin er endurbirt að ósk höfundar í tilefni máls Samherja sem nú er til rannsóknar hjá yfirvöldum. Samherji og byggðarkvótinn Í viðtali við Mbl. 24. maí sl.segir Þorsteinn Vilhelmsson, sem áður var einn af eigendur Samherja hf á Akureyri: „Hugmyndir Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns og stjórnarformanns Byggðastofnunar, um byggðakvóta og svæðisbundinn kvóta eru með ólíkindum.“ og bætir svo við: „’Eg bið Guð að hjálpa mér ef stjórnmálamenn ætla að fara að úthluta kvóta. Það yrði tómur hringlandaháttur og vitleysa. Stjórnmálamenn geta aldrei úthlutað kvóta nema með skít og skömm.“ Þetta eru miklar yfirlýsingar. Spurningin er þessi: hafa stjórnmálamenn ekki áður komið að úthlutun kvóta og hver er reynsla Þorsteins Vilhelmssonar af afskiptum þeirra? Akureyrin EA 10 – tvö þúsund milljónir kr. Þeir Samherjafrændur keyptu togarann Akureyrina árið 1983 og þegar ákveðið var að setja á kvótakerfið kom í ljós að veiðireynsla toganars var lítil og kvótinn sem skipið átti að fá árið 1984 var ekki nema 673 tonn, þar af 98 tonn af þorski og 333 tonn af karfa. Það þótti ekki sanngjarnt og í febrúar 1984 var kvótinn aukinn í 1769 tonn og mánuði seinna kom til svonefndur skipstjórakvóti og nú var kvótinn kominn í 4.445 tonn, þar af 1.512 tonn af þorski og 1.146 tonn af karfa. Grálúðukvótinn jókst úr 40 tonnum í 1.180 tonn. Verðmæti kvótans sem þannig var færður á skipið,og er sannkallaður gjafakvóti, nemur liðlega 2000 milljónum króna á verðlagi í dag. Þetta er býsna góður byggðakvóti sem að sjálfsögðu var af öðrum tekinn. Oddeyrin EA 210 – ellefu hundruð milljónir kr. Árið 1986 keypti Samherji raðsmíðaskipið Oddeyrina. Af raðsmíðaskipunum fjórum er mikil saga sem rakin er í sérstakri skýrlu fjármálaráðherra sem lögð var fyrir Alþingi á löggjafarþinginu 1997 – 98. Auk þess hefur Ríkisendurskoðun gert grein fyrir ýmsum þáttum málsins í nokkrum skýrslum sínum. Skipið fékk úthlutað kvóta 200 þíg. þótt engin veiðireynsla væri fyrir hendi, auk þess leyfi til rækjuveiða og 500 tonna kvóta þegar rækjan var sett í kvóta ári seinna. Þessi kvóti er að verðmæti um 340 mkr. En opinber stuðningur við kaup á Oddeyrinni var meiri. Söluverðið var miklu lægra en smíðaverðið eða sem nemur um 120 mkr. á verðlagi í dag. Þar að auki neituðu kaupendurnir að undirrita skuldabréfin fyrir þeim hluta kaupverðsins sem var lánað þegar til kom, en það var reyndar nánast allt kaupverðið, og báru því við að þeir væru óánægðir með þann aflakvóta sem skipinu var úthlutað. Komu þeir sér hjá því að undirrita skuldabréfin og þurfti ríkið að höfða mál á hendur kaupendunum og biðja um uppboð. Var ekki gengið frá skuldabréfum fyrr en 10 árum seinna. Í því uppgjöri var bókfærð skuld verulega lægri en verið hefði ef skuldin væri framreiknuð með lánskjaravísitölu og reiknaðir 6% raunvextir og allir dráttarvextir voru felldir niður. Samtals nam þessi eftirgjöf skuldarinnar um 640 mkr. á verðlagi í dag. Eftirgjöf ríkisins er alls um 760 mkr. þegar tekinn er með afslátturinn á smíðaverðinu og um 1.100 mkr. þegar kvótinn er reiknaður með. Í Mbl. viðtalinu segir Þorsteinn að það sé ekki hægt að reka sjávarútveginn sem einhvers konar félagsmálastofnun. Einhver orðhvatur gæti sagt að þarna væri um félagsmálaaðstoð að ræða til handa Samherja hf. Þorsteinn EA 610 – tvö hundruð milljónir kr. Togarinn Þorsteinn varð fyrir miklu tjóni 1988 og lá frá þeim tíma við bryggju á Akureyri og var ekki gert út framar. Þegar kvótinn kemur árið 1991 fær Þorsteinn EA kvóta, sem er merkilegt í ljósi þess að skipið hafði ekki veitt svo lengi. A.m.k. missa skip sinn kvóta ef ekki er veitt tvö ár í röð. Kvótin skipsins nam 1.163 þíg fyrsta heila kvótaárið svo það eru miklir peningar í því að halda kvótanum. En þessu til viðbótar fékk Þorsteinn EA sóknarmarksuppbætur. Þessar uppbætur hækkuðu síðan aflahlutdeild skipsins. Þetta þýddi t.d. að aflamark í þorski varð 981 tonn í stað 858 tonna fyrsta fiskveiðaárið, sem reyndar var einungis 8 mánuðir. Verðmæti uppbótakvótans er líklega um 200 mkr. Það er góður afrakstur af sóknarmarki um árabil við bryggju á Akureyri. Það mætti kalla bryggjumark. Samandregið þá nemur verðmæti byggðakvótans til Samherja hf um 2.540 mkr. og eftirgjöf ríkisins vegna raðsmíðaskipsins, „félagmálaaðstoðin“ um 760 mkr. eða alls um 3.300 mkr. Þetta er afrakstur af byggðasjónarmiðum og afskiptum stjórnmálamanna og mér finnst eiginlega óþarfi af Þorsteini að biðja Guð að hjálpa sér ef stjórnmálamenn eigi að fara að úthluta kvóta. Frekar ætti Guð að hjálpa þeim sem frá var tekið til að færa Samherja hf.Höfundur er ritstjóri bb.is og fyrrverandi Alþingismaður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun