Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 11:00 Mótmælandi veifar fána Bandaríkjanna í Hong Kong í morgun. AP/Kin Cheung Yfirvöld Kína segja Bandaríkjunum að hætta að skipta sér af innanríkismálum Kínverja. Það gerðu þeir eftir að bandarískir þingmenn beggja deilda þingsins samþykktu frumvarp til stuðnings mannréttinda og lýðræðis í Hong Kong. Frumvarpið var samþykkt einróma á öldungadeildinni í gærkvöldi og fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar áður en það verður lagt á skrifborð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur ekkert sagt um hvort Trump muni skrifa undir frumvarpið en aðstoðarmenn hans óttast að það muni koma verulega niður á viðskiptaviðræðum ríkjanna.Frumvarpið felur meðal annars í sér, eins og það var samþykkt í gær, að bannað yrði að flytja sérstök vopn og tæki sem ætlað er að beita gegn mótmælendum til Hong Kong. Um er að ræða táragas, piparúða, gúmmíkúlur og annað. Þar að auki þyrfti utanríkisráðherra Bandaríkjanna að staðfesta á hverju ári að Hong Kong njóti nægilegrar sjálfstjórnar svo svæðið gæti áfram notið fríðinda frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Þar að auki væri hægt að nota frumvarpið, verði það að lögum, til að beita viðskiptaþvingunum gegn embættismönnum sem taldir eru sekir um mannréttindabrot í Hong Kong. Það gæti þó tekið einhverjum breytingum áður en það fer endar á skrifborði forsetans. Mögulegt þykir að það verði fært inn í stórt varnarmálafrumvarp sem leggja á fyrir þingið seinna á þessu ári. „Þetta frumvarp er mikilvægt fyrsta skref í því að draga embættismenn frá bæði Kína og Hong Kong sem bera ábyrgð á minnkandi sjálfsstjórn og mannréttindabrotum til ábyrgðar,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, einn af tæplega 50 flutningsmönnum frumvarpsins.#HongKong we hear you. We continue to stand with you. Tonight, the Senate passed my #HongKongHumanRightsandDemocracyActpic.twitter.com/ldUmjYk7yK — Marco Rubio (@marcorubio) November 19, 2019 Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að markmið frumvarpsins væri að ýta undir and-Kína öfgafólk sem væri þar að auki ofbeldisfullt og ynni að því að brjóta Hong Kong á bak aftur. Það væri liður í því að halda aftur af þróun Kína. „Þetta er alvarlegt brot á alþjóðalögum og hefðum varðandi milliríkjasamskipti. Kína fordæmir frumvarpið og er verulega andstætt því,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði einnig að Bandaríkin ættu að hætta afskiptum sínum því annars myndu Kínverjar bregðast við og afleiðingarnar yrðu verulega neikvæðar fyrir Bandaríkin. Ríkisstjórn Hong Kong sendi einnig frá sér tilkynningu um að aðgerðir Bandaríkjanna væru tilefnislausar og gætu komið niður á sambandi Hong Kong og Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Bandaríkin hefðu verulegar áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong. Hann hvatti yfirvöld Kong Kong til að taka á þeim málefnum sem brenna á fólki og yfirvöld Kína til að virða loforð sín varðandi frelsi Hong Kong, sem þeir gáfu þegar þeir tóku við stjórn Hong Kong af Bretum árið 1997. Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna fyrir um hálfu ári vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi.Lögregluþjónar í óeirðabúnaði fylgjast með vegfarendum í fjármálahverfi Hong Kong.AP/Kin CheungAFP fréttaveitan hefur tekið saman hvernig umfjöllun um mótmælin hefur verið á meginlandi Kína, þar sem Kommúnistaflokkurinn stjórnar umræðunni alfarið. Þar hefur lítið sem ekkert verið snert á kröfu mótmælenda um lýðræði. Þess í stað er notast við stór lýsingarorð gagnvart mótmælendum.Þeir eru kallaðir óeirðarseggir „sem þyrstir í blóð“, villimenn og hryðjuverkamenn. China Daily lýsti því yfir í síðustu viku að sú „grimmd og geðveiki“ sem mótmælendur í Hong Kong sýndu væri til marks um að þeir væru orðnir „óðir vegna blóðlosta“. Einn stærsti miðill Kína og helsta málgagn Kommúnistaflokksins, People‘s Daily, hélt því nýverið fram að mótmælin væru gegn lýðræði, frelsi og mannréttindum. Fjölmiðlar í Kína halda því fram að vesturveldin stýri mótmælendum og hefur þeim ítrekað verið lýst sem and-kína öflum. Markmiði vesturveldanna sé að koma af stað byltingu og slíta Hong Kong frá Kína. Þeir hafa ítrekað hundsað friðsöm mótmæli þúsunda íbúa Hong Kong og þess í stað lagt áherslu á mun minni samstöðufundi til stuðnings Kína og einstök atvik sem sögð eru til marks um ofbeldishneigð mótmælenda. Til marks um það bendir AFP á að þegar tvær milljónir mótmælenda komu saman í júní birtu kínverskir miðlar frekar fregnir af um hundrað mótmælendum sem komu saman við sendiráð Bandaríkjanna í Hong Kong þar sem þeir mótmæltu meintum afskiptum Bandaríkjanna af málefnum Hong Kong. Kínverskir fjölmiðlar taka líka reglulega fram að kínverski herinn geti ávallt gripið inn í ástandið í Hong Kong.VIDEO: Some of the anti-government protesters occupying Hong Kong Polytechnic University are attempting risky escape routes as the siege enters a fourth day pic.twitter.com/GLov0SZDOS — AFP news agency (@AFP) November 20, 2019 Simon Cheng, sem starfaði í ræðismannaskrifstofu Breta í Hong Kong, sagði BBC nýverið að hann hafi verið pyntaður í Kína og sakaður um að ýta undir óöld í Hong Kong á vegum Breta. Þar að auki hafi hann verið þvingaður til að skrifa undir játningar. Hann ferðaðist til meginlandsins í ágúst og segist hafa verið handsamaður og í haldi í fimmtán daga. „Þeir vildu vita hvaða hlutverk Bretar höfðu í mótmælunum og spurðu hvaða stuðning, peninga og búnað við værum að veita mótmælendum,“ segir Cheng. Þá segist hann hafa verið þvingaður til að vera í svokölluðum „stress-stöðum“ sem reyna verulega á líkamann, klukkustundum saman og hann hafi verið barinn þegar hann hrefyði sig. Þar að auki hafi honum verið meinað að sofa Cheng telur að hann hafi ekki verið eini aðilinn frá Hong Kong sem hafi sætt þessari meðferð og hann hafi heyrt aðrar pyntingar eiga sér stað. Heimildarmenn BBC innan ríkisstjórnar Bretlands segja sögu Cheng trúverðuga og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað sendiherra Kína á fund sinn vegna málsins. Raab sagðist hneykslaður á þeirri meðferð sem Cheng hafi orðið fyrir í haldi Kínverja. Utanríkisráðuneyti Kína segir þó að sendiherrann muni ekki fara á fund Raab og hafa Kínverjar þess í stað kallað sendiherra Bretlands í Kína á teppið. „Við vonum að Bretar sýni stillingu og hætti afskiptum af málefnum Hong Kong og innanríkismálum Kína, því það mun á endanum skaða eigin hagsmuni Breta," sagði talsmaður ráðuneytisins. Bandaríkin Bretland Hong Kong Kína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Yfirvöld Kína segja Bandaríkjunum að hætta að skipta sér af innanríkismálum Kínverja. Það gerðu þeir eftir að bandarískir þingmenn beggja deilda þingsins samþykktu frumvarp til stuðnings mannréttinda og lýðræðis í Hong Kong. Frumvarpið var samþykkt einróma á öldungadeildinni í gærkvöldi og fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar áður en það verður lagt á skrifborð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hvíta húsið hefur ekkert sagt um hvort Trump muni skrifa undir frumvarpið en aðstoðarmenn hans óttast að það muni koma verulega niður á viðskiptaviðræðum ríkjanna.Frumvarpið felur meðal annars í sér, eins og það var samþykkt í gær, að bannað yrði að flytja sérstök vopn og tæki sem ætlað er að beita gegn mótmælendum til Hong Kong. Um er að ræða táragas, piparúða, gúmmíkúlur og annað. Þar að auki þyrfti utanríkisráðherra Bandaríkjanna að staðfesta á hverju ári að Hong Kong njóti nægilegrar sjálfstjórnar svo svæðið gæti áfram notið fríðinda frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Þar að auki væri hægt að nota frumvarpið, verði það að lögum, til að beita viðskiptaþvingunum gegn embættismönnum sem taldir eru sekir um mannréttindabrot í Hong Kong. Það gæti þó tekið einhverjum breytingum áður en það fer endar á skrifborði forsetans. Mögulegt þykir að það verði fært inn í stórt varnarmálafrumvarp sem leggja á fyrir þingið seinna á þessu ári. „Þetta frumvarp er mikilvægt fyrsta skref í því að draga embættismenn frá bæði Kína og Hong Kong sem bera ábyrgð á minnkandi sjálfsstjórn og mannréttindabrotum til ábyrgðar,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, einn af tæplega 50 flutningsmönnum frumvarpsins.#HongKong we hear you. We continue to stand with you. Tonight, the Senate passed my #HongKongHumanRightsandDemocracyActpic.twitter.com/ldUmjYk7yK — Marco Rubio (@marcorubio) November 19, 2019 Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að markmið frumvarpsins væri að ýta undir and-Kína öfgafólk sem væri þar að auki ofbeldisfullt og ynni að því að brjóta Hong Kong á bak aftur. Það væri liður í því að halda aftur af þróun Kína. „Þetta er alvarlegt brot á alþjóðalögum og hefðum varðandi milliríkjasamskipti. Kína fordæmir frumvarpið og er verulega andstætt því,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði einnig að Bandaríkin ættu að hætta afskiptum sínum því annars myndu Kínverjar bregðast við og afleiðingarnar yrðu verulega neikvæðar fyrir Bandaríkin. Ríkisstjórn Hong Kong sendi einnig frá sér tilkynningu um að aðgerðir Bandaríkjanna væru tilefnislausar og gætu komið niður á sambandi Hong Kong og Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Bandaríkin hefðu verulegar áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong. Hann hvatti yfirvöld Kong Kong til að taka á þeim málefnum sem brenna á fólki og yfirvöld Kína til að virða loforð sín varðandi frelsi Hong Kong, sem þeir gáfu þegar þeir tóku við stjórn Hong Kong af Bretum árið 1997. Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna fyrir um hálfu ári vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi.Lögregluþjónar í óeirðabúnaði fylgjast með vegfarendum í fjármálahverfi Hong Kong.AP/Kin CheungAFP fréttaveitan hefur tekið saman hvernig umfjöllun um mótmælin hefur verið á meginlandi Kína, þar sem Kommúnistaflokkurinn stjórnar umræðunni alfarið. Þar hefur lítið sem ekkert verið snert á kröfu mótmælenda um lýðræði. Þess í stað er notast við stór lýsingarorð gagnvart mótmælendum.Þeir eru kallaðir óeirðarseggir „sem þyrstir í blóð“, villimenn og hryðjuverkamenn. China Daily lýsti því yfir í síðustu viku að sú „grimmd og geðveiki“ sem mótmælendur í Hong Kong sýndu væri til marks um að þeir væru orðnir „óðir vegna blóðlosta“. Einn stærsti miðill Kína og helsta málgagn Kommúnistaflokksins, People‘s Daily, hélt því nýverið fram að mótmælin væru gegn lýðræði, frelsi og mannréttindum. Fjölmiðlar í Kína halda því fram að vesturveldin stýri mótmælendum og hefur þeim ítrekað verið lýst sem and-kína öflum. Markmiði vesturveldanna sé að koma af stað byltingu og slíta Hong Kong frá Kína. Þeir hafa ítrekað hundsað friðsöm mótmæli þúsunda íbúa Hong Kong og þess í stað lagt áherslu á mun minni samstöðufundi til stuðnings Kína og einstök atvik sem sögð eru til marks um ofbeldishneigð mótmælenda. Til marks um það bendir AFP á að þegar tvær milljónir mótmælenda komu saman í júní birtu kínverskir miðlar frekar fregnir af um hundrað mótmælendum sem komu saman við sendiráð Bandaríkjanna í Hong Kong þar sem þeir mótmæltu meintum afskiptum Bandaríkjanna af málefnum Hong Kong. Kínverskir fjölmiðlar taka líka reglulega fram að kínverski herinn geti ávallt gripið inn í ástandið í Hong Kong.VIDEO: Some of the anti-government protesters occupying Hong Kong Polytechnic University are attempting risky escape routes as the siege enters a fourth day pic.twitter.com/GLov0SZDOS — AFP news agency (@AFP) November 20, 2019 Simon Cheng, sem starfaði í ræðismannaskrifstofu Breta í Hong Kong, sagði BBC nýverið að hann hafi verið pyntaður í Kína og sakaður um að ýta undir óöld í Hong Kong á vegum Breta. Þar að auki hafi hann verið þvingaður til að skrifa undir játningar. Hann ferðaðist til meginlandsins í ágúst og segist hafa verið handsamaður og í haldi í fimmtán daga. „Þeir vildu vita hvaða hlutverk Bretar höfðu í mótmælunum og spurðu hvaða stuðning, peninga og búnað við værum að veita mótmælendum,“ segir Cheng. Þá segist hann hafa verið þvingaður til að vera í svokölluðum „stress-stöðum“ sem reyna verulega á líkamann, klukkustundum saman og hann hafi verið barinn þegar hann hrefyði sig. Þar að auki hafi honum verið meinað að sofa Cheng telur að hann hafi ekki verið eini aðilinn frá Hong Kong sem hafi sætt þessari meðferð og hann hafi heyrt aðrar pyntingar eiga sér stað. Heimildarmenn BBC innan ríkisstjórnar Bretlands segja sögu Cheng trúverðuga og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað sendiherra Kína á fund sinn vegna málsins. Raab sagðist hneykslaður á þeirri meðferð sem Cheng hafi orðið fyrir í haldi Kínverja. Utanríkisráðuneyti Kína segir þó að sendiherrann muni ekki fara á fund Raab og hafa Kínverjar þess í stað kallað sendiherra Bretlands í Kína á teppið. „Við vonum að Bretar sýni stillingu og hætti afskiptum af málefnum Hong Kong og innanríkismálum Kína, því það mun á endanum skaða eigin hagsmuni Breta," sagði talsmaður ráðuneytisins.
Bandaríkin Bretland Hong Kong Kína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira