„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 07:00 Donald Trump við komuna til Bretlands. AP/Frank Augstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn. Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn.
Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52
Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45
Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30