Verðmætasköpun í fiski innanlands! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2019 15:30 Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun