Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 08:35 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins við Hafnartorg þangað sem Hringbraut hefur nú einnig flutt sig. Vísir/Vilhelm Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greinir frá því að líklegt sé talið að tilkynnt verði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag. Úr gæti orðið afar stór leikmaður á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem sinnir umfjöllun á prenti, vef og sjónvarpi. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóir DV. Eiginmaður hennar Guðmundur Ragnar Einarsson er markaðs- og þróunarstjóri.visir/vilhelm Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Verði af samruna DV og Fréttablaðsins, sem stefnt er að, verður um að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Fréttablaðið/anton brink Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent. Fjölmiðlar Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greinir frá því að líklegt sé talið að tilkynnt verði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag. Úr gæti orðið afar stór leikmaður á íslenskum fjölmiðlamarkaði sem sinnir umfjöllun á prenti, vef og sjónvarpi. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóir DV. Eiginmaður hennar Guðmundur Ragnar Einarsson er markaðs- og þróunarstjóri.visir/vilhelm Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Verði af samruna DV og Fréttablaðsins, sem stefnt er að, verður um að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Fréttablaðið/anton brink Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent.
Fjölmiðlar Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira