Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Hlín Bolladóttir skrifar 10. desember 2019 11:00 Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna. Auðvitað gæti ég verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fer stöðugt aftur í lestri. Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel. Það sem hefur alveg vantað inn í umræðuna er grundvallaratriðið sem allir virðast sneiða hjá vegna þess að það er svo óþægilegt. Kári Stefánsson reyndi að komast á þessa braut í Silfrinu sem ég horfði á áðan og freistaði þess að draga fram séreinkenni þjóðarinnar. Ég er hins vegar ekki sammála honum um að íslensk börn séu verr gefin en börn annars staðar. Meinið er að mínu viti samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafa lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fer í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glíma við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Þegar ég var að alast upp þá fór íslenskunám aðallega fram á heimavelli. Mismunandi lesefni var haldið að manni og það var rætt. Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök. Í dag hlífum við börnum við þessum kröfum. Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna? Þegar kennarar eru komnir á minn aldur hafa þeir fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir "skemmtikraftar" til að fanga athygli barna. Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur! Það þarf að tala við börn til að kenna þeim orðaforða og þeir sem tala við þau þurfa að hafa orðaforða! Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?“ Mín niðurstaða er sú að við búum í dekurslegu samfélagi sem vinnur gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það enda getur það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda og við jafnvel þurft að setja skyldurnar ofar réttindum! Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.Höfundur er kennari.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar