Ull af feldfé er mjög vinsæl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2019 20:15 Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira