Banna bandarískum þingmönnum að koma til Filippseyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 12:43 Richard Durbin er annar bandarísku þingmannanna sem hafði frumkvæði að refsiaðgerðum vegna filippseysks stjórnarandstæðings sem var handtekinn. Fyrir vikið er Durbin ekki lengur velkominn til Filippseyja. Vísir/EPA Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43