Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2020 10:00 Guðjón Valur lék með TUSEM Essen á árunum 2001-05. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira