Stöðvum spillinguna! Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. maí 2020 11:00 Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar