Væntanlegur fjöldi ferðamanna ekki aðalmálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 16:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Þetta kom fram í máli Þórdísar er hún svaraði spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar, þar sem afléttingar á ferðatakmörkunum voru kynntar. Nú er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn, farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í tveggja vikna sóttkví. Þórdís svaraði því játandi þegar hún var innt eftir því hvort nú mætti vonast til þess að hér yrðu einhverjir ferðamenn seinni part árs. „Þetta er skref í rétta átt og þetta er ákveðinn fyrirsjáanleiki og menn geta þá gert frekar plön en þeir gátu, þegar komin er dagsetning til að miða við.“ Enn ætti þó eftir að útfæra ýmislegt. Þá gætu mál þróast á ýmsa vegu, hérlendis og ekki síst erlendis. „Ég gæti trúað því að þetta þýði það að það verði aðeins bjartara hér á síðari hluta árs en ég að minnsta kosti trúði um tíma að gæti orðið.“ Þá sagði Þórdís að stjórnvöld legðu áherslu á að ferðaþjónustan sé í stakk búin til að fara aftur af stað þegar ferðamannaglugginn opnast á ný. „Að við séum tilbúin til að taka á móti fólki. Og auðvitað er algjört óvissuástand núna og einhver fyrirtæki munu ýmist fara í greiðslustöðvun, eða í híði, eða jafnvel þrot. En ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki hafa nægt framboð af afþreyingu og þjónustu þegar ferðaþjónustan tekur við sér,“ sagði Þórdís. „Við erum ekki að fara að sjá neinar tölur á þessu ári eða í byrjun næsta árs í einhverju samhengi við það sem við höfum séð undanfarna mánuði eða síðustu tvö, þrjú, fjögur ár.“ Um tvær milljónir ferðamanna sóttu Íslands heim í fyrra. Þórdís sagðist ekki þora að segja til um það hvenær aftur væri von á sambærilegum ferðamannafjölda hér á landi. Það væri heldur ekki fjöldinn sem „Og ég hef alltaf sagt að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir máli heldur það sem atvinnugreinin skilur eftir sig, hversu mikil framleiðni er í greininni, hvaða verðmætasköpun er í greininni, að hún sé samkeppnishæf að við séum með eitthvað samkeppnisforskot. Og ég trúi því að við höfum mikla burði til þess að ná því á næstu misserum,“ sagði Þórdís. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis og erum að setja í það mikið fé og mjög metnaðarfull hugmyndafræði í því. Ég held að við séum öll að ganga í takt með að byggja upp sterka ferðaþjónustu. En hvort það verði tvær milljónir ferðamanna eða færri, það er ekki aðalmálið, heldur miklu frekar hvað okkur tekst að búa til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira