Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur mælti með því að fólk næði sér í fisk í Fiskbúð Fúsa og hafði mjög gaman af kveðjunni frá félaga sínum. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
„Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti