Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 10:00 Guðjón Valur í leik gegn Frökkum á HM 2015 í Katar. Úrslitin urðu 26-26. Íslendingar voru eina liðið sem Frökkum tókst ekki að vinna á HM 2015. epa/Armando Babani Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30
Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00