300 milljónirnar verði ekki algjörlega sendar úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 16:35 Glefsa úr auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland sem ráðist var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. skjáskot Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. Íslandsstofa muni þurfa að greiða virðisaukaskatt auk þess sem hluti vinnunnar við auglýsingaherferðina fer fram hér á landi. Til stendur að ráða íslenska undirverktaka „og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu.“ Þetta segir Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Peel, vegna þeirrar gagnrýni sem útboð verkefnisins hefur hlotið. Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, sagði þannig í morgun að það væri leiðinlegt að verkefnið hafi endað hjá hinni bresku M&C Saatchio, ekki síst í ljósi þess hvernig atvinnuástandið er á Íslandi þessa dagana. Mjótt var á munum í valinu. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum en Pipar/TBWA hlaut 86,35 stig. Valgeir sagði jafnframt að jafnræði hafi skort í fjárhagslið útboðsins. Erlend fyrirtæki, eins og hið breska M&C Saatchi, borgi ekki virðisaukaskatt hér á landi ólíkt þeim íslensku. Fjármálaráðuneytið taldi tilefni til að svara þessari fullyrðingu Valgeirs í yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segir að virðisaukaskattur sé greiddur af vöru eða þjónustu hvaðan sem hún er keypt. „Meginreglan er sú að seljandi skili skattinum, en í þeim tilvikum þar sem vara eða þjónusta er keypt af aðila sem ekki er virðisaukaskyldur á Íslandi, fellur skattskyldan á kaupandann,“ segir þar til útskýringar áður en tvö dæmi eru tekin: Dæmi 1. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af innlendri auglýsingastofu. – Verð án vsk. er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1.240.000 m/vsk (1 m.kr.+240 þ.kr.) og auglýsingastofan skilar 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Dæmi 2. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af erlendri auglýsingastofu (C) – Verð án vsk er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1 m.kr. án vsk en þarf sjálf að skila 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Íslensk gæði varðveitt með útlensku samstarfi Valgeir sagði það jafnframt skjóta skökku við að „senda þessar 300 milljónir úr landi“ í stað þess að verja þeim innanlands og fá skatttekjur á móti. Fyrrnefndur Magnús hjá Peel segir að M&C Saatchi hyggist þó ráða „önnur innlend framleiðslufyrirtæki og fleira vant auglýsingafólk til að vinna með sér“ að auglýsingaherferðinni. Magnús Magnússon, stofnandi og framkvæmdarstjóri Peel.aðsend „Ég er sammála Guðmundi Pálssyni hjá Pipar, sem hefur tjáð sig um úrslit útboðsins í fjölmiðlum í dag, um að það skiptir miklu máli að hafa öflugan auglýsinga- og markaðsgeira á Íslandi,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu vegna málsins. Það sé sýn fyrirtækisins að gæði íslenska auglýsingageirans verði best varðveitt með samstarfi við fært, útlenskt auglýsingafólk. „Rétt eins og íslensk kvikmyndagerð og dagskrárgerð hefur notið þess ríkulega að þekking hefur byggst upp í stórum alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi, eins og Star Wars og Game of Thrones,“ segir Magnús til útskýringar. Stór hluti framleiðslunnar verði á Íslandi Verkefnið lúti að því að markaðssetja Ísland í útlöndum og því sé mikilvægt að vinna með fólki sem þekki vel til erlendra markaða og starfi þar dagsdaglega. „Öll íslensk flugfélög hafa til dæmis í gegnum árin leitað til erlendra fyrirtækja varðandi aðstoð við að koma sér á framfæri við ferðamenn í hverju landi fyrir sig. Að sama skapi vinna flestar íslenskar auglýsingastofur fyrir erlend vörumerki sem leitast eftir þekkingu þeirra við að markaðssetja sig og auglýsa hér á landi,“ segir Magnús og nefnir Dominos, Coke, Pepsi, Ikea og Uncle Ben's hrísgrjón máli sínu til stuðnings. Verkefnið sem féll í skaut M&C Saatchi sé ekkert öðruvísi. „Stór hluti af framleiðslunni mun fara fram hér því þekkingin á landinu sem við erum að markaðssetja skiptir máli. Við ætlum að ráða til okkar fjölda íslenskra undirverktaka á ýmsum sviðum framleiðslunnar og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu,“ segir Magnús. Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Þrjú hundruð milljón krónurnar sem Íslandsstofa hyggst verja í nýja auglýsingaherferð, sem féll í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og hinnar íslensku Peel, hverfa ekki með öllu úr hagkerfinu að sögn fulltrúa auglýsingastofanna. Íslandsstofa muni þurfa að greiða virðisaukaskatt auk þess sem hluti vinnunnar við auglýsingaherferðina fer fram hér á landi. Til stendur að ráða íslenska undirverktaka „og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu.“ Þetta segir Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Peel, vegna þeirrar gagnrýni sem útboð verkefnisins hefur hlotið. Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, sagði þannig í morgun að það væri leiðinlegt að verkefnið hafi endað hjá hinni bresku M&C Saatchio, ekki síst í ljósi þess hvernig atvinnuástandið er á Íslandi þessa dagana. Mjótt var á munum í valinu. Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum en Pipar/TBWA hlaut 86,35 stig. Valgeir sagði jafnframt að jafnræði hafi skort í fjárhagslið útboðsins. Erlend fyrirtæki, eins og hið breska M&C Saatchi, borgi ekki virðisaukaskatt hér á landi ólíkt þeim íslensku. Fjármálaráðuneytið taldi tilefni til að svara þessari fullyrðingu Valgeirs í yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segir að virðisaukaskattur sé greiddur af vöru eða þjónustu hvaðan sem hún er keypt. „Meginreglan er sú að seljandi skili skattinum, en í þeim tilvikum þar sem vara eða þjónusta er keypt af aðila sem ekki er virðisaukaskyldur á Íslandi, fellur skattskyldan á kaupandann,“ segir þar til útskýringar áður en tvö dæmi eru tekin: Dæmi 1. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af innlendri auglýsingastofu. – Verð án vsk. er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1.240.000 m/vsk (1 m.kr.+240 þ.kr.) og auglýsingastofan skilar 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Dæmi 2. – Íslandsstofa kaupir þjónustu af erlendri auglýsingastofu (C) – Verð án vsk er 1 m.kr. Íslandsstofa greiðir 1 m.kr. án vsk en þarf sjálf að skila 240 þ.kr. vsk. í ríkissjóð. Íslensk gæði varðveitt með útlensku samstarfi Valgeir sagði það jafnframt skjóta skökku við að „senda þessar 300 milljónir úr landi“ í stað þess að verja þeim innanlands og fá skatttekjur á móti. Fyrrnefndur Magnús hjá Peel segir að M&C Saatchi hyggist þó ráða „önnur innlend framleiðslufyrirtæki og fleira vant auglýsingafólk til að vinna með sér“ að auglýsingaherferðinni. Magnús Magnússon, stofnandi og framkvæmdarstjóri Peel.aðsend „Ég er sammála Guðmundi Pálssyni hjá Pipar, sem hefur tjáð sig um úrslit útboðsins í fjölmiðlum í dag, um að það skiptir miklu máli að hafa öflugan auglýsinga- og markaðsgeira á Íslandi,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu vegna málsins. Það sé sýn fyrirtækisins að gæði íslenska auglýsingageirans verði best varðveitt með samstarfi við fært, útlenskt auglýsingafólk. „Rétt eins og íslensk kvikmyndagerð og dagskrárgerð hefur notið þess ríkulega að þekking hefur byggst upp í stórum alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi, eins og Star Wars og Game of Thrones,“ segir Magnús til útskýringar. Stór hluti framleiðslunnar verði á Íslandi Verkefnið lúti að því að markaðssetja Ísland í útlöndum og því sé mikilvægt að vinna með fólki sem þekki vel til erlendra markaða og starfi þar dagsdaglega. „Öll íslensk flugfélög hafa til dæmis í gegnum árin leitað til erlendra fyrirtækja varðandi aðstoð við að koma sér á framfæri við ferðamenn í hverju landi fyrir sig. Að sama skapi vinna flestar íslenskar auglýsingastofur fyrir erlend vörumerki sem leitast eftir þekkingu þeirra við að markaðssetja sig og auglýsa hér á landi,“ segir Magnús og nefnir Dominos, Coke, Pepsi, Ikea og Uncle Ben's hrísgrjón máli sínu til stuðnings. Verkefnið sem féll í skaut M&C Saatchi sé ekkert öðruvísi. „Stór hluti af framleiðslunni mun fara fram hér því þekkingin á landinu sem við erum að markaðssetja skiptir máli. Við ætlum að ráða til okkar fjölda íslenskra undirverktaka á ýmsum sviðum framleiðslunnar og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu,“ segir Magnús.
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira