Öflugt samstarf norrænna Fab Lab smiðja Frosti Gíslason skrifar 16. maí 2020 08:00 Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Nýsköpun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Samstarf Norðurlandaþjóða er gott innan alþjóðlegs nets Fab Lab smiðja þar sem nú eru yfir 1.800 smiðjur um víða veröld. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu og deila henni út í samfélagið. Vinnustofa í Eyjum Í byrjun árs var haldin áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM-hugbúnað og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands, auk fulltrúa frá Japan, Belgíu og Englandi, komu á staðinn til að taka þátt í norrænni vinnustofu, svokölluðu Nordic Fab Lab Bootcamp. Hópurinn sem sótti Nordic Fab Lab Bootcamp í Eyjum. Þátttakendurnir 34 eru flestir stjórnendur í Fab Lab smiðjum og mættu til þess að deila þekkingu, fræðast af hver öðrum og efla tengslanetið. Vinnustofan er hluti af verkefni sem nefnist á ensku Distributed Design Market Platform. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur þátt í þessu verkefni sem styrkt er af Creative Europe, áætlun Evrópusambandsins. Vinnustofan stóð frá mánudegi til föstudags og voru haldin fjölmörg áhugaverð námskeið og erindi þar sem megináherslan var á menntaverkefni og alþjóðlegt samstarf. Þátttakendur kynntu sér hagkerfi Vestmannaeyja, skoðuðu skip, fyrirtæki og stofnanir og ræddu um stafræna framleiðslutækni og á hvern hátt Fab Lab smiðjur geta búið okkur betur undir þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti. Sköpunarsmiðjur Haldnar voru fjölmargar sköpunarsmiðjur, kynnt hvernig nýta megi sköpun til stærðfræðikennslu og haldin námskeið í notkun CAD-hugbúnaðar og stýringu véla með CAM-hugbúnaði. Þá voru í boði námskeið í gerð tónlistar með forritun, skrásetningu, fjölbreyttri nýtingu leysiskera, fræsivéla, vínylskera, þrívíddarskanna, þrívíddarprentara, hönnun og gerð rafrása, gerð örtölva, stýringa og fleira. Sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í heimsókn í Fab Lab í Breiðholti FabLab á öllum skólastigum Sérstaklega var farið yfir fjölbreytt menntaverkefni í Fab Lab smiðjunum en þær spanna allan skalann frá leik- og grunnskólastigi til háskólastigs. Í Fab Lab smiðjum landsins fer fram kennsla á vegum fjölmargra grunn- og framhaldsskóla og einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy, sem er alþjóðlegt nám í stafrænni framleiðslutækni. Fab Academy er kennt af prófessor Neil Gershenfeld hjá MIT-háskólanum í Boston, en auk þess eru fleiri námsleiðir í boði á borð við Fabricademy textíl-akademíuna, líftæknibraut, Fab Academy X og ýmiss konar námsleiðir á mismunandi skólastigum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun