Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 14:08 Farið, sem kallast X-37B, mun bera mörg tilraunaverkefni og er þetta í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. EPA/Flugher Bandaríkjanna Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri. Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Þetta er í sjötta sinn sem því verður skotið út í geim. Síðast var því lent í október í fyrra og hafði það þá verið á braut um jörðu í 780 daga. X-37B verður skotið á loft með Atlas V geimflaug United Launch Alliance. Áætlað er að geimskotið eigi sér stað um klukkan hálf eitt á morgun og mun hinn nýstofnaði geimher Bandaríkjanna halda utan um geimskotið. Það eru þó ekki taldar miklar líkur á að veður muni leyfa geimskotið á morgun. #AtlasV is on the pad for Saturday's launch of #USSF7 with the #X37B Orbital Test Vehicle. Our live countdown blog will start at 1amEDT (0500 UTC) and the webcast begins at 8:04amEDT (1204 UTC). Liftoff is targeted for 8:24amEDT (1224 UTC). https://t.co/5ZftXlaW5X📸 by ULA pic.twitter.com/VJ4nCJsDTX— ULA (@ulalaunch) May 14, 2020 Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Flugherinn segir að markmið tilraunaverkefna sem flytja á út í heim sé að betrumbæta getu Bandaríkjanna út í geimi og tryggja yfirráð þeirra. Að þessu sinni verða þó fleiri verkefni send með en áður. Flestar þeirra eru leynilegar en búið er að opinbera nokkrar og er ein þeirra tiltölulega merkileg Sérstakur gervihnöttur frá flughernum verður líklega um borð í farinu. Hann verður sendur á braut um jörðu og inniheldur fimm tilraunaverkefni, samkvæmt frétt The Verge. Þá mun NASA senda eitt verkefni sem á að varpa ljósi á því hvaða áhrif geislun út í geimi hefur á ýmis efni. Vilja senda sólarorku úr geimnum Rannsóknarstofa sjóhers Bandaríkjanna stendur að baki merkilegustu rannsóknarinnar sem snýr að notkun sólarorku og það hvernig beisla má hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Bandaríkin etja nú kappi við Kína í þróun þessarar tækni. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Kínverjar opinberuðu fyrir rúmu ári síðan að verið væri að vinna að þessari tækni í Kína og markmiðið væri að koma orkustöð í geiminn fyrir árið 2050. Bandaríkin hafa einnig unnið að þróun þessarar tækni og sýndi smá tilraun í Alþjóðlegu geimstöðinni í síðasta mánuði fram á að tæknin getur virkað. Geimfarinn Jessica Meir notaði rafbylgjur til að mynda ljós þráðlaust. Nú virðist sem að taka eigi þessa þróun áfram með notkun gervihnattar og kanna hvort hann geti safnað sólarorku á braut um jörðu og beint henni til jarðarinnar sem örbylgjum, sem er svo umbreytt aftur í orku á jörðu niðri.
Geimurinn Bandaríkin Kína Vísindi Tækni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira