Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira