Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira