Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 08:49 Fjárhagsstaða Icelandair Group er sögð sterk og lausafjársstaða félagsins nemur rúmum 39 milljörðum króna í dag. Vísir/Vilhelm Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu og mun félagið draga enn frekar úr framboði á flugi í mars og apríl, umfram það sem áður hefur verið tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair í Kauphöll rétt í þessu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun um ferðabann frá Schengen-ríkjunum í Evrópu, þar með talið Íslandi, til Bandaríkjanna næsta mánuðinn. „Um 490 flugferðir eru áætlaðar til Bandaríkjanna á tímabilinu. Ljóst er að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur veruleg áhrif á ferðalög um allan heim. Fjárhagsleg áhrif þessa á Icelandair Group eru enn óviss en eins og tilkynnt hefur verið um er félagið að greina mögulegar sviðsmyndir og mótvægisaðgerðir í ljósi stöðunnar. Fjárhagsstaða Icelandair Group er sterk og lausafjársstaða félagsins nam rúmum 39 milljörðum króna (301,6 milljónir bandaríkjadala) í árslok 2019 og er á sama stað í dag,“ segir í tilkynningunni. Á áætlun í dag Icelandair sendi frá sér tilkynningu um 10 leytið með nánari útlistun á áhrifum ferðabannsins. Þar segir að allt flug hjá Icelandair verði á áætlun í dag og á morgun. „Þegar ferðabannið tekur gildi á laugardag, verður flug til eftirfarandi áfangastaða Icelandair í Bandaríkjunum á áætlun: New York (JFK og EWR), Chicago, Seattle og Washington DC en ferðabann gildir þá fyrir alla sem dvalið hafa á Schengen svæðinu, nema bandaríska ríkisborgara. Þann 14.-16. mars verður öllu flugi til Boston, Minneapolis, Denver og Orlando aflýst. Flug frá Orlando og Denver laugardaginn 14. mars verður á áætlun. Öll flug til Evrópu eru á áætlun. Ferðabannið gildir ekki um fraktflutninga. Flugáætlun félagsins í heild sinni er í stöðugri skoðun við þessar fordæmalausu aðstæður og er því breytingum háð. Allar breytingar á flugáætlun félagsins verða birtar á heimasíðu félagsins,“ segir í tilkynningunni. Icelandair Wuhan-veiran Fréttir af flugi Markaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugbannið „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu og mun félagið draga enn frekar úr framboði á flugi í mars og apríl, umfram það sem áður hefur verið tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair í Kauphöll rétt í þessu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun um ferðabann frá Schengen-ríkjunum í Evrópu, þar með talið Íslandi, til Bandaríkjanna næsta mánuðinn. „Um 490 flugferðir eru áætlaðar til Bandaríkjanna á tímabilinu. Ljóst er að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur veruleg áhrif á ferðalög um allan heim. Fjárhagsleg áhrif þessa á Icelandair Group eru enn óviss en eins og tilkynnt hefur verið um er félagið að greina mögulegar sviðsmyndir og mótvægisaðgerðir í ljósi stöðunnar. Fjárhagsstaða Icelandair Group er sterk og lausafjársstaða félagsins nam rúmum 39 milljörðum króna (301,6 milljónir bandaríkjadala) í árslok 2019 og er á sama stað í dag,“ segir í tilkynningunni. Á áætlun í dag Icelandair sendi frá sér tilkynningu um 10 leytið með nánari útlistun á áhrifum ferðabannsins. Þar segir að allt flug hjá Icelandair verði á áætlun í dag og á morgun. „Þegar ferðabannið tekur gildi á laugardag, verður flug til eftirfarandi áfangastaða Icelandair í Bandaríkjunum á áætlun: New York (JFK og EWR), Chicago, Seattle og Washington DC en ferðabann gildir þá fyrir alla sem dvalið hafa á Schengen svæðinu, nema bandaríska ríkisborgara. Þann 14.-16. mars verður öllu flugi til Boston, Minneapolis, Denver og Orlando aflýst. Flug frá Orlando og Denver laugardaginn 14. mars verður á áætlun. Öll flug til Evrópu eru á áætlun. Ferðabannið gildir ekki um fraktflutninga. Flugáætlun félagsins í heild sinni er í stöðugri skoðun við þessar fordæmalausu aðstæður og er því breytingum háð. Allar breytingar á flugáætlun félagsins verða birtar á heimasíðu félagsins,“ segir í tilkynningunni.
Icelandair Wuhan-veiran Fréttir af flugi Markaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugbannið „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Flugbannið „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25