Segir Icelandair vel undirbúið miðað við önnur flugfélög fyrir áföll af þessum toga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 14:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, mætti í sett í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ef marka megi fyrri og síðari tilkynningar frá Icelandair, þá sé félagið óvenju vel undirbúið miðað við flugfélög í Evrópu og kannski heimsvísu fyrir áföll af þeim toga sem glíma þarf við núna. „Það gefur manni þó ákveðna von.“ Jón Bjarki var gestur í setti í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna þeirra frétta að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á ferðabanni á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann segir ljóst að þessar breyttu aðstæður séu flugfélaginu talsvert þungar í skauti. Tengiflug farþega milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið stór hluti af þeirra starfsemi. Högg fyrir þjóðarbúið Jón Bjarki segir að þetta komi til með að verða talsvert högg fyrir þjóðarbúið. „Þessar aðgerðir voru náttúrulega algerlega óvæntar. Við getum horft á það þannig að það hafi raungerst í einu vetfangi sú neikvæða óvissa sem var að byggjast upp síðustu daga um hvernig skammtímaáhrifin á ferðaþjónustu yrðu. Við verðum líka að hafa það í huga að það er þá að minnsta kosti að raungerast hluti af óvissunni og minni skammtímaóvissa fyrir hendi.“ Hann segir að bandarískir ferðamenn séu veigamiklir í ferðaþjónustunni hérlendis. „Þeir eru um þriðjungur af ferðamönnum og ferðaþjónustan náttúrulega nokkuð stór í íslensku hagkerfi. Tíu prósent af landsframleiðslunni tengist ferðaþjónustunni þannig að höggið, þegar þetta kemur svona fyrirvaralaust, og er svona algert eða umfangsmikið bann… Auðvitað er óvissa um nákvæmlega hvernig áhrifin verða en þau verða veruleg.“ Að neðan má sjá hádegisfréttatímann í heild sinni. Einn skásti tíminn fyrir áföll sem þessi Jón Bjarki segir ómögulegt að segja hvort að hjólin fari aftur að snúast um leið og ferðabanninu verður aflétt eða hvort að áhrifin verði meira langvarandi. „Ferðaþjónustuaðilar hafa bent á að þegar verða svona tímabundnar truflanir þá hleðst hluti af eftirspurninni upp og fólk gerir þá sín plön með styttri fyrirvara. Af öllum tímum ársins þá er þessi tími einn sá skásti. Mars og fram í maí er tiltölulega rólegur tími í ferðaþjónustunni. Það er búið að draga úr norðurljósaferðum og slíku og háannatíminn ekki byrjaður.“ Ræður úrslitum hvort bókanir nái sér aftur á strik í vor Jón Bjarki sagði ennfremur að það sem muni ráða úrslitum um hversu erfitt högg þetta yrði fyrir hagkerfið er hvort að bókanir nái sér á strik fyrir háannatímann. „Venjulegur bókanatími fyrir sumarferðir vestrænna landa er einmitt mars, apríl og eitthvað fram í maí. Það má þó búast við að einhverjir bíði átekta og vilji halda því opnu að fara í sumarleyfisferðina sína um leið og fer að rofa til. Það skiptir sköpum – eins og við sjáum að minnsta kosti í Kína þar sem faraldurinn er í rénun – ef við sjáum meiri merki um það þá getur það fljótt létt brúnina á evrópskum, og jafnvel bandarískum ferðamönnum. En það má ekki mikið út af bregða. Ef þessi áhrif verða eitthvað vel fram yfir þetta þrjátíu daga bann, þá fer fljótt að syrta í álinn.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Wuhan-veiran Tengdar fréttir Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að ef marka megi fyrri og síðari tilkynningar frá Icelandair, þá sé félagið óvenju vel undirbúið miðað við flugfélög í Evrópu og kannski heimsvísu fyrir áföll af þeim toga sem glíma þarf við núna. „Það gefur manni þó ákveðna von.“ Jón Bjarki var gestur í setti í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna þeirra frétta að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á ferðabanni á ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann segir ljóst að þessar breyttu aðstæður séu flugfélaginu talsvert þungar í skauti. Tengiflug farþega milli Evrópu og Norður-Ameríku hafi verið stór hluti af þeirra starfsemi. Högg fyrir þjóðarbúið Jón Bjarki segir að þetta komi til með að verða talsvert högg fyrir þjóðarbúið. „Þessar aðgerðir voru náttúrulega algerlega óvæntar. Við getum horft á það þannig að það hafi raungerst í einu vetfangi sú neikvæða óvissa sem var að byggjast upp síðustu daga um hvernig skammtímaáhrifin á ferðaþjónustu yrðu. Við verðum líka að hafa það í huga að það er þá að minnsta kosti að raungerast hluti af óvissunni og minni skammtímaóvissa fyrir hendi.“ Hann segir að bandarískir ferðamenn séu veigamiklir í ferðaþjónustunni hérlendis. „Þeir eru um þriðjungur af ferðamönnum og ferðaþjónustan náttúrulega nokkuð stór í íslensku hagkerfi. Tíu prósent af landsframleiðslunni tengist ferðaþjónustunni þannig að höggið, þegar þetta kemur svona fyrirvaralaust, og er svona algert eða umfangsmikið bann… Auðvitað er óvissa um nákvæmlega hvernig áhrifin verða en þau verða veruleg.“ Að neðan má sjá hádegisfréttatímann í heild sinni. Einn skásti tíminn fyrir áföll sem þessi Jón Bjarki segir ómögulegt að segja hvort að hjólin fari aftur að snúast um leið og ferðabanninu verður aflétt eða hvort að áhrifin verði meira langvarandi. „Ferðaþjónustuaðilar hafa bent á að þegar verða svona tímabundnar truflanir þá hleðst hluti af eftirspurninni upp og fólk gerir þá sín plön með styttri fyrirvara. Af öllum tímum ársins þá er þessi tími einn sá skásti. Mars og fram í maí er tiltölulega rólegur tími í ferðaþjónustunni. Það er búið að draga úr norðurljósaferðum og slíku og háannatíminn ekki byrjaður.“ Ræður úrslitum hvort bókanir nái sér aftur á strik í vor Jón Bjarki sagði ennfremur að það sem muni ráða úrslitum um hversu erfitt högg þetta yrði fyrir hagkerfið er hvort að bókanir nái sér á strik fyrir háannatímann. „Venjulegur bókanatími fyrir sumarferðir vestrænna landa er einmitt mars, apríl og eitthvað fram í maí. Það má þó búast við að einhverjir bíði átekta og vilji halda því opnu að fara í sumarleyfisferðina sína um leið og fer að rofa til. Það skiptir sköpum – eins og við sjáum að minnsta kosti í Kína þar sem faraldurinn er í rénun – ef við sjáum meiri merki um það þá getur það fljótt létt brúnina á evrópskum, og jafnvel bandarískum ferðamönnum. En það má ekki mikið út af bregða. Ef þessi áhrif verða eitthvað vel fram yfir þetta þrjátíu daga bann, þá fer fljótt að syrta í álinn.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Wuhan-veiran Tengdar fréttir Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33