Segir Kína og Bandaríkin færast nær „köldu stríði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 09:31 Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi í dag. ROMAN PILIPEY/EPA Bandaríkin ættu að draga úr viðleitni sinni til þess að reyna að „breyta Kína.“ Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra síðarnefnda ríkisins. Hann segir ákveðna aðila innan Bandaríkjanna þoka samskiptum ríkjanna tveggja í átt að „nýju köldu stríði.“ „Kína hefur engan áhuga á því að breyta Bandaríkjunum, hvað þá leysa þau af hólmi. Það er að sama skapi óskhyggja hjá Bandaríkjunum að reyna að breyta Kína,“ sagði Wang í dag á árlegum blaðamannafundi sínum í dag. Samband Kínverja og Bandaríkjamanna hefur versnað til muna á síðustu mánuðum. Ástæðan er meðal annars sú að Bandaríkin eru eitt þeirra landa sem verst hefur farið út úr faraldri kórónuveirunnar, en veira greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars ítrekað kallað veiruna „kínversku veiruna,“ þrátt fyrir að honum hafi verið bent á að til sé annað nafn yfir hana. Eins hefur Trump haldið því fram að hann hafi sannanir fyrir kenningum um að kórónuveiran hafi verið búin til innan veggja kínverskrar rannsóknarstofu. Kenningum sem þegar hafa verið hraktar. „Ákveðin bandarísk pólitísk öfl hafa tekið samband Kína og Bandaríkjanna í gíslingu, í tilraun til þess að ýta samskiptunum að barmi svokallaðs ,nýs kalds stríðs,‘“ sagði Wang. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bandaríkin ættu að draga úr viðleitni sinni til þess að reyna að „breyta Kína.“ Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra síðarnefnda ríkisins. Hann segir ákveðna aðila innan Bandaríkjanna þoka samskiptum ríkjanna tveggja í átt að „nýju köldu stríði.“ „Kína hefur engan áhuga á því að breyta Bandaríkjunum, hvað þá leysa þau af hólmi. Það er að sama skapi óskhyggja hjá Bandaríkjunum að reyna að breyta Kína,“ sagði Wang í dag á árlegum blaðamannafundi sínum í dag. Samband Kínverja og Bandaríkjamanna hefur versnað til muna á síðustu mánuðum. Ástæðan er meðal annars sú að Bandaríkin eru eitt þeirra landa sem verst hefur farið út úr faraldri kórónuveirunnar, en veira greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars ítrekað kallað veiruna „kínversku veiruna,“ þrátt fyrir að honum hafi verið bent á að til sé annað nafn yfir hana. Eins hefur Trump haldið því fram að hann hafi sannanir fyrir kenningum um að kórónuveiran hafi verið búin til innan veggja kínverskrar rannsóknarstofu. Kenningum sem þegar hafa verið hraktar. „Ákveðin bandarísk pólitísk öfl hafa tekið samband Kína og Bandaríkjanna í gíslingu, í tilraun til þess að ýta samskiptunum að barmi svokallaðs ,nýs kalds stríðs,‘“ sagði Wang.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira