Talið inn í búðirnar og út úr þeim Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 14:26 Örtröð hefur verið í matvöruverslunum í morgun. Vísir/Einar Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag. Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag.
Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56