Íslendingar áætla að eyða ríflega 70 þúsund krónum í innanlandsferðalög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2020 13:24 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands telja að ferðagjöf stjórnvalda og hvatningarátak muni hafa afar jákvæð áhrif á ferðamennsku innanlands. Vísir/Egill Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Stór hluti Íslendinga hyggst ferðast innanlands í sumar og áætlar að verja ríflega sjötíu þúsund krónum í ferðlögin. Næstum sex af hverjum tíu ætlar ekki til útlanda fyrr en eftir sex mánuði. Ferðagjöf, stafrænt gjafabréf stjórnvalda var kynnt í morgun Stafrænu gjafabréfin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að veita efnahagslífinu, einkum ferðaþjónustunni viðspyrnu á tímum kórónuveirufaraldursins. Hver Íslendingur fær um fimm þúsund krónur í sinn hlut. Áætlað er að átakið hefjist í byrjun júní og samhliða fer af stað hvatningarátak um ferðalög innanlands. Verkefnið er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samtarfi við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Stafræns Íslands. Einstakt tækifæri til að kynnast landinu Andri Heiðar Kristinsson er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. „Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast innanlands og ferðagjöfin verður í formi smáforrits í farsíma þannig að allir geta nálgast hana. Það er hægt að fara nokkrar leiðir í að sækja ferðagjöfina. Það verður hægt að fara í App Store í símanum og sækja það þar eða notað rafræn skilríki eða Íslykillinn svokallaða. Það verður hægt að gefa öðrum hana . Það verður hægt að nota hana á staðnum en það verður líka hægt að bóka beint hjá ferðaþjónustufyrirtækjum,“ segor Andri. Hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld [Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur að átak stjórnvalda muni hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðagjöfin mun nýtast landsmönnum og ferðaþjónustunni en hún er líka hluti af stærra hvatningarátaki til að fá fólk til að ferðast innanlands í sumar. Nú verður lítið af erlendum ferðamönnum en þeir hafa verið um átta sinnum fleiri en Íslendingar. Það er talsvert mikið að fara út af markaðnum en við erum að gera ráð fyrir að Íslendingar muni ferðast um landið í sumar, ferðaávísunin, hvatningarátakið og það sem fyrirtæki eru að gera mun allt saman vega upp það tap sem fækkun erlendra ferðamanna er,“ segir Skarphéðinn. Á fundinum voru kynntar niðurstöður könnunar á vegum Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um landið. MMR framkvæmdi könnunina og Þar kom fram að í janúar hugðust 94% Íslendingar ferðast innan- og utanlands. Í könnun sem var gerð í mars sögðust tæplega sex af hverjum tíu ekki ætla að ferðast til útlanda næstu sex mánuði sama hlutfall ætlar í þrjú til sjö ferðir innanlands í sumar. Flestir ætla að heimsækja norður- og suðurland og langflestir ætla að stunda jarðböð eða sund enda er náttúran aðal aðdráttaraflið samkvæmt könnuninni. Að meðaltali áætlar fólk að verja um 72.000 krónum í ferðalögin innanlands í sumar. „Ég hefði viljað sjá áform um meiri útgjöld og hef þá trú að þegar innlend ferðaþjónustufyrirtæki fara að bjóða sína góðu þjónustu þá verði það þannig,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35
Ferðagjöfina til Íslendinga verður hægt að nálgast fyrstu vikuna í júní Hver Íslendingur fær um 5300 krónur í sinn hlut. 8. maí 2020 15:40
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent