Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 08:57 Minnst 300 mótmælendur hafa verið handteknir. Blaðamönnum sem hafa myndað mótmælin hefur verið hótað af lögregluþjónum. AP/Vincent Yu Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020 Hong Kong Kína Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020
Hong Kong Kína Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira