Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 14:19 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, á sjónvarpsskjá í Hong Kong. Kínverska þingið samþykkti umdeild þjóðaröryggislög sem eru sögð þrengja að réttindum íbúa sjálfstjórnarsvæðisins. Vísir/EPA Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. Yfirlýstur tilgangur svonefndra þjóðaröryggislaga sem kínverska þingið samþykkti er að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Lögin urðu kveikjan að fyrstu fjöldamótmælunum í Hong Kong í fleiri mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vestrænu ríkjanna fjögurra lýsa þau áhyggjum að auk þess að takmarka frelsi Hong Kong-búa grafi lögin undan stöðu héraðsins sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þannig væri grafið undan sjálfstjórn héraðsins og kerfisins sem hafi tryggt því hagsæld í gegnum tíðina. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 gegn skuldbindingu um að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja að þjóðaröryggislögin séu í trássi við þá skuldbindingu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni ágera djúpan klofning í samfélaginu í Hong Kong sem er þegar til staðar,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna. Kína Hong Kong Bandaríkin Bretland Kanada Ástralía Tengdar fréttir Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. Yfirlýstur tilgangur svonefndra þjóðaröryggislaga sem kínverska þingið samþykkti er að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Lögin urðu kveikjan að fyrstu fjöldamótmælunum í Hong Kong í fleiri mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í yfirlýsingu vestrænu ríkjanna fjögurra lýsa þau áhyggjum að auk þess að takmarka frelsi Hong Kong-búa grafi lögin undan stöðu héraðsins sem fjármálamiðstöðvar heimsins. Þannig væri grafið undan sjálfstjórn héraðsins og kerfisins sem hafi tryggt því hagsæld í gegnum tíðina. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 gegn skuldbindingu um að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja að þjóðaröryggislögin séu í trássi við þá skuldbindingu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að þessi aðgerð muni ágera djúpan klofning í samfélaginu í Hong Kong sem er þegar til staðar,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna.
Kína Hong Kong Bandaríkin Bretland Kanada Ástralía Tengdar fréttir Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57