Lítið um hátíðarhöld í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 13:21 Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík í dag. Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira