Hin 100 ára Guðrún rifjar upp fyrsta sjómannadaginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 21:00 Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði. Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Eldri borgarar Tímamót Tengdar fréttir Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði. Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Eldri borgarar Tímamót Tengdar fréttir Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21