Deilan langvinna á milli Sigmars og Skúla send aftur til Landsréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 10:15 Sigmar Vilhjámsson í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir þar á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira