Ríður á að ferðaþjónustufólk fylgist með heilsu ferðamanna sem það sinnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 15:42 Víðir Reynisson á fundi dagsins ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón „Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
„Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira