Von á nokkur hundruð farþegum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2020 12:54 Nokkur hundruð farþegar koma með sjö flugvélum til landsins á mánudag þegar skimanir hefjast á flugvellinum. visir/Vilhelm Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum á mánudag þegar nýjar reglur vegna komu ferðamanna taka gildi og skimun vegna kórónuveirunnar hefst í Keflavík. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Flestir koma frá Kaupmannahöfn, enda eru þrjár vélar þaðan á áætlun á mánudag. „Það er töluvert mikið um Íslendinga sem eru að koma heim. Við höfum heyrt að þetta sé mikið af námsmönnum og fólki sem er að koma heim til Íslands í frí." Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að allir um borð í vélum á leið til landsins og á flugvellinum þurfi að bera andlitsgrímur. Á vellinum verða tíu sýnatökubásar og verður unnt að skima um tvö hundruð farþega á hverri klukkustund. Mest tvö þúsund manns á dag. „Það verða framkvæmdar prófanir í dag og við erum líka búin að senda búnað á Akuereyri, Egilsstaði og á Reykjavíkurflugvöll. Svo er verið að taka til búnað sem verður notaður í kringum Norrænu," segir Víðir. Sóttvarnarlæknir verður meðal annarra viðstaddur prófanir á flugvellinum klukkan tvö í dag. Víðir segir allt ganga samkvæmt áætlun. „Það er verið að prófa allan vélbúnað og alla ferla. Hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Ég reikna ekki með að það verði tekin sýni í dag en að öðru leyti gengið alla leið í prófunum," segir Víðir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum á mánudag þegar nýjar reglur vegna komu ferðamanna taka gildi og skimun vegna kórónuveirunnar hefst í Keflavík. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkisrölgreglustjóra.Vísir/Vilhelm Flestir koma frá Kaupmannahöfn, enda eru þrjár vélar þaðan á áætlun á mánudag. „Það er töluvert mikið um Íslendinga sem eru að koma heim. Við höfum heyrt að þetta sé mikið af námsmönnum og fólki sem er að koma heim til Íslands í frí." Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að allir um borð í vélum á leið til landsins og á flugvellinum þurfi að bera andlitsgrímur. Á vellinum verða tíu sýnatökubásar og verður unnt að skima um tvö hundruð farþega á hverri klukkustund. Mest tvö þúsund manns á dag. „Það verða framkvæmdar prófanir í dag og við erum líka búin að senda búnað á Akuereyri, Egilsstaði og á Reykjavíkurflugvöll. Svo er verið að taka til búnað sem verður notaður í kringum Norrænu," segir Víðir. Sóttvarnarlæknir verður meðal annarra viðstaddur prófanir á flugvellinum klukkan tvö í dag. Víðir segir allt ganga samkvæmt áætlun. „Það er verið að prófa allan vélbúnað og alla ferla. Hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Ég reikna ekki með að það verði tekin sýni í dag en að öðru leyti gengið alla leið í prófunum," segir Víðir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira