Hefðu líklega ekki getað selt íslenska laxinn vegna hræðslu Kínverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 07:24 Pekingbúar sem farið höfðu á Xinfadi-markaðinn dagana áður bíða eftir að komast í sýnatöku í byrjun vikunnar. Vísir/getty Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54