Er Þórarinn Tyrfingsson orðinn að vanda SÁÁ? Ingimar Karl Helgason skrifar 29. júní 2020 12:00 Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar