SÁÁ til heilla Svanur Guðmundsson skrifar 29. júní 2020 12:30 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun