Stóra myndin Einar Hermannsson og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 30. júní 2020 10:00 Í dag fara fram sögulegar kosningar hjá SÁÁ. Félagsmenn munu kjósa forystu sem á leiða samtökin áfram til framtíðar. Með mér stendur hópur fólks með reynslu alls staðar að úr samfélaginu sem hafa það sameiginlegt að brenna fyrir velgengni SÁÁ. SÁÁ eru samtök þúsunda Íslendinga sem vilja styðja við bakið á meðferðaúrræðum fyrir fíknisjúklinga og öfluga eftirmeðferð svo ekki sé talað um fjölbreytilegt félagsstarf. Allt er þetta hægt með samvinnu fólks. Fólks sem hefur skýra stefnu og brennandi áhuga á málefninu. Undanfarnar vikur höfum við sem hópur spáð í hvernig við getum gert samtökin hæf til að takast á við framtíðina. Við teljum að öflug nútímleg meðferð unnin af fagstéttum með mismundandi menntun sé vænlegust til árangurs. Það er mikilvægt að stjórn og starfsfólk vinni saman að framtíðarsýn samtakanna, byggða á fjárhagsáætlun, samvinnu og vísindum og að hægt sé að móta stefnu til nokkurra ára fram í tímann, en ekki tólf mánaða í senn eins og nú er. Meðferðin Einhver myndi sennilega reka upp stór augu ef heilbrigðisráðherrann sjálfur færi að reka eða ráða einstaka lækna, hjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga á deildum Landspítalans. Þetta gerði framkvæmdastjórn SÁÁ núna í vetur og greip þannig fyrir hendurnar á faglegum stjórnendum. Við verðum að vera skýr um verkaskiptinguna. Framkvæmdastjórn SÁÁ stýrir ekki meðferðarstarfi samtakanna. Það gera faglegir stjórnendur sem til þess eru ráðnir. Við erum að reka heilbrigðisstarfsemi. Það er sérstaklega mikilvægt að halda því til haga að meðferðarstarf SÁÁ þarf að fara fram í samræmi við lögin í landinu, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir. Þetta starf lýtur eftirliti Landlæknis og verður að fara með það starf með sama hætti og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hvað varðar rekstur, öryggi, persónuvernd og fleira. Þetta er ærið starf og það er mikilvægt að stjórnvöld, sem við gerum við milljarðasamninga um rekstur heilbrigðisstarfsemi, geti treyst því að meðferðarstarf SÁÁ fari fram á faglegum grunni. Fjármálin Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að SÁÁ hugi að framtíðinni í uppbyggingu sinni. Við megum ekki missa sjónar á stóru myndinni. Við erum sjálfstæð og öflug samtök alls konar fólks úr öllum geirum samfélagsins. Við verðum saman að standa vörð um markmið og hugsjónir SÁÁ. Og um hvað erum við að tala? Við erum að tala um mikið og ósérhlífið starf í þágu fólks með fíknisjúkdóm og aðstandenda þeirra. Þetta er stóra myndin! Þetta gerum við best með faglegri uppbyggingu og nútímalegri útfærslu sem byggist á samvinnu milli fólks og meðferð sem stýrt er af fagfólki. Fjárhagsstaðan eins og alltaf í sögu samtakanna mætti auðvitað vera betri. Það er ekkert neyðarástand sem betur fer, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn og samdrátt sem honum fylgir. Neyðarástandið er úti í samfélaginu og við megum ekki missa sjónar á því! Reksturinn heldur áfram, reikningar eru greiddir og allir fá laun. En við þurfum að byggja framtíðina á styrkari stoðum en hingað til. Það verður ekki gert með hurðaskellum í ráðuneytum eða annars staðar. Grastótin Það er mikilvægt að bjóða alla velkomna í SÁÁ og hér sé öflugt edrúsamfélag. Þegar einstaklingar koma úr meðferð þarf fólk klárlega að breyta lífi sínu og finna sér ný áhugamál, nýja vini og kunningja, styrkja böndin við fjölskylduna og geta tekið þátt í samfélagi sem hefur skilning og þekkir þarfirnar. Öflugt félagsstarf leikur þar lykilhlutverk að okkar mati. Gríðaleg tækifæri eru þar í starfi SÁÁ. Í dag liggur félagsstarf í þessum stóru öflugu samtökum næstum því niðri. Þessu verðum við að snúa við. Fjáraflanir eru einnig mikilvægur þáttur til að styðja við bakið á samtökunum. Það starf þarf að efla og bæta. Að lokum og að gefnu tilefni Engum í okkar hóp hefur látið sér detta það í huga að afhenda ríkinu SÁÁ, hvorki rekstur, eignir né nokkra einustu flís. Við sem stöndum að þessu viljum sjá SÁÁ vaxa og dafna. Það er komin tími að hætta átökum, valdabrölti og einræði. Það er töluverður munur á að segja: Gerið þetta eða segja: Gerum þetta! Einar Hermannsson, frambjóðandi til formanns SÁÁ. --- Ég styð Einar Hermannsson til formanns og treysti honum til að leiða samtökin SÁÁ áfram af heiðarleika, virðingu og með góðum samskiptum við alla hlutaðeigandi, skjólstæðinga, yfirvöld og starfsfólk. Þannig er best unnið að hag fólks með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra, sem SÁÁ vill helga starfsemi sína. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Í dag fara fram sögulegar kosningar hjá SÁÁ. Félagsmenn munu kjósa forystu sem á leiða samtökin áfram til framtíðar. Með mér stendur hópur fólks með reynslu alls staðar að úr samfélaginu sem hafa það sameiginlegt að brenna fyrir velgengni SÁÁ. SÁÁ eru samtök þúsunda Íslendinga sem vilja styðja við bakið á meðferðaúrræðum fyrir fíknisjúklinga og öfluga eftirmeðferð svo ekki sé talað um fjölbreytilegt félagsstarf. Allt er þetta hægt með samvinnu fólks. Fólks sem hefur skýra stefnu og brennandi áhuga á málefninu. Undanfarnar vikur höfum við sem hópur spáð í hvernig við getum gert samtökin hæf til að takast á við framtíðina. Við teljum að öflug nútímleg meðferð unnin af fagstéttum með mismundandi menntun sé vænlegust til árangurs. Það er mikilvægt að stjórn og starfsfólk vinni saman að framtíðarsýn samtakanna, byggða á fjárhagsáætlun, samvinnu og vísindum og að hægt sé að móta stefnu til nokkurra ára fram í tímann, en ekki tólf mánaða í senn eins og nú er. Meðferðin Einhver myndi sennilega reka upp stór augu ef heilbrigðisráðherrann sjálfur færi að reka eða ráða einstaka lækna, hjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga á deildum Landspítalans. Þetta gerði framkvæmdastjórn SÁÁ núna í vetur og greip þannig fyrir hendurnar á faglegum stjórnendum. Við verðum að vera skýr um verkaskiptinguna. Framkvæmdastjórn SÁÁ stýrir ekki meðferðarstarfi samtakanna. Það gera faglegir stjórnendur sem til þess eru ráðnir. Við erum að reka heilbrigðisstarfsemi. Það er sérstaklega mikilvægt að halda því til haga að meðferðarstarf SÁÁ þarf að fara fram í samræmi við lögin í landinu, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir. Þetta starf lýtur eftirliti Landlæknis og verður að fara með það starf með sama hætti og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hvað varðar rekstur, öryggi, persónuvernd og fleira. Þetta er ærið starf og það er mikilvægt að stjórnvöld, sem við gerum við milljarðasamninga um rekstur heilbrigðisstarfsemi, geti treyst því að meðferðarstarf SÁÁ fari fram á faglegum grunni. Fjármálin Nú er brýnna en nokkru sinni fyrr að SÁÁ hugi að framtíðinni í uppbyggingu sinni. Við megum ekki missa sjónar á stóru myndinni. Við erum sjálfstæð og öflug samtök alls konar fólks úr öllum geirum samfélagsins. Við verðum saman að standa vörð um markmið og hugsjónir SÁÁ. Og um hvað erum við að tala? Við erum að tala um mikið og ósérhlífið starf í þágu fólks með fíknisjúkdóm og aðstandenda þeirra. Þetta er stóra myndin! Þetta gerum við best með faglegri uppbyggingu og nútímalegri útfærslu sem byggist á samvinnu milli fólks og meðferð sem stýrt er af fagfólki. Fjárhagsstaðan eins og alltaf í sögu samtakanna mætti auðvitað vera betri. Það er ekkert neyðarástand sem betur fer, þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn og samdrátt sem honum fylgir. Neyðarástandið er úti í samfélaginu og við megum ekki missa sjónar á því! Reksturinn heldur áfram, reikningar eru greiddir og allir fá laun. En við þurfum að byggja framtíðina á styrkari stoðum en hingað til. Það verður ekki gert með hurðaskellum í ráðuneytum eða annars staðar. Grastótin Það er mikilvægt að bjóða alla velkomna í SÁÁ og hér sé öflugt edrúsamfélag. Þegar einstaklingar koma úr meðferð þarf fólk klárlega að breyta lífi sínu og finna sér ný áhugamál, nýja vini og kunningja, styrkja böndin við fjölskylduna og geta tekið þátt í samfélagi sem hefur skilning og þekkir þarfirnar. Öflugt félagsstarf leikur þar lykilhlutverk að okkar mati. Gríðaleg tækifæri eru þar í starfi SÁÁ. Í dag liggur félagsstarf í þessum stóru öflugu samtökum næstum því niðri. Þessu verðum við að snúa við. Fjáraflanir eru einnig mikilvægur þáttur til að styðja við bakið á samtökunum. Það starf þarf að efla og bæta. Að lokum og að gefnu tilefni Engum í okkar hóp hefur látið sér detta það í huga að afhenda ríkinu SÁÁ, hvorki rekstur, eignir né nokkra einustu flís. Við sem stöndum að þessu viljum sjá SÁÁ vaxa og dafna. Það er komin tími að hætta átökum, valdabrölti og einræði. Það er töluverður munur á að segja: Gerið þetta eða segja: Gerum þetta! Einar Hermannsson, frambjóðandi til formanns SÁÁ. --- Ég styð Einar Hermannsson til formanns og treysti honum til að leiða samtökin SÁÁ áfram af heiðarleika, virðingu og með góðum samskiptum við alla hlutaðeigandi, skjólstæðinga, yfirvöld og starfsfólk. Þannig er best unnið að hag fólks með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra, sem SÁÁ vill helga starfsemi sína. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar