Mjólka stefnir MS Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 12:27 Mjólka stefnir MS fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. Samkvæmt stefnunni er beint fjártjón Mjólku vegna athæfis MS tæpar 59 milljónir króna. Krafa Mjólku er að viðurkennd verði skaðabótaskylda MS vegna misnotkun síðarnefnda félagsins á markaðsráðandi stöðu sinni á mjólkurmarkaði á árunum 2008 til 2010. Eins er þess krafist að MS greiði Mjólku málskostnað. Meðal þess sem sem Mjólka tekur til í stefnunni, og byggir hana á, er að MS hafi selt Mjólku hrámjólk, sem er grundvallarhráefni í framleiðslu mjólkurvara, á hærra verði en til keppinauta félagsins, til að mynda Kaupfélags Skagfirðinga. Þannig hafi samkeppnisstaða Mjólku verið veikt og félaginu komið út af mjólkurmarkaði. Sú fjárhæð sem Mjólka fer fram á að MS greiði í skaðabætur er mismunur á því verði sem Mjólka greiddi fyrir hrámjólk árin 2008 og 2009 og því verði sem KS greiddi fyrir sambærilegt magn hrámjólkur á sömu árum. „Er sú fjárhæð þannig fundin að árið 2008 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 87.721.240 sem var 10.996.519 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sambærilegt hrámjólkurmagn. Árið 2009 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 306.889.719 sem var kr. 47.927.160 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sama magn hrámjólkur til stefnda. Beint fjártjón stefnanda vegna mismununar árið 2008 og 2009 nam því kr. 58.923.679.“ segir í stefnunni. Þar kemur einnig fram að útreikningar þessir hafi verið unnir af löggildum endurskoðanda. Samkeppnismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. Samkvæmt stefnunni er beint fjártjón Mjólku vegna athæfis MS tæpar 59 milljónir króna. Krafa Mjólku er að viðurkennd verði skaðabótaskylda MS vegna misnotkun síðarnefnda félagsins á markaðsráðandi stöðu sinni á mjólkurmarkaði á árunum 2008 til 2010. Eins er þess krafist að MS greiði Mjólku málskostnað. Meðal þess sem sem Mjólka tekur til í stefnunni, og byggir hana á, er að MS hafi selt Mjólku hrámjólk, sem er grundvallarhráefni í framleiðslu mjólkurvara, á hærra verði en til keppinauta félagsins, til að mynda Kaupfélags Skagfirðinga. Þannig hafi samkeppnisstaða Mjólku verið veikt og félaginu komið út af mjólkurmarkaði. Sú fjárhæð sem Mjólka fer fram á að MS greiði í skaðabætur er mismunur á því verði sem Mjólka greiddi fyrir hrámjólk árin 2008 og 2009 og því verði sem KS greiddi fyrir sambærilegt magn hrámjólkur á sömu árum. „Er sú fjárhæð þannig fundin að árið 2008 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 87.721.240 sem var 10.996.519 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sambærilegt hrámjólkurmagn. Árið 2009 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 306.889.719 sem var kr. 47.927.160 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sama magn hrámjólkur til stefnda. Beint fjártjón stefnanda vegna mismununar árið 2008 og 2009 nam því kr. 58.923.679.“ segir í stefnunni. Þar kemur einnig fram að útreikningar þessir hafi verið unnir af löggildum endurskoðanda.
Samkeppnismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira