Fylgir þú lögum? Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 7. júlí 2020 09:00 Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Hinsegin Ugla Stefanía Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun