Bandaríkin íhuga að banna TikTok Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 09:04 TikTok hefur á skömmum tíma orðið eitt vinsælasta smáforrit heims. Vísir/getty Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands. Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands.
Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira