Ekkert vandamál að ná í ferðamennina sem eru með veiruna Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 14:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40