Framtíðin felst í grænni orku og nýsköpun Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 13. júlí 2020 11:00 Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Umhverfismál Orkumál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun