53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. júlí 2020 13:09 Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada á næstunni. Vísir/Vilhelm Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Þrettán erlend flugfélög fljúga til landsins í vikunni og alls er búist 53 komum farþegaflugvéla á Keflavíkurflugvöll næstu þrjá daga. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa komið til landsins í júlí en í júní. Frá og með morgundeginum verður íbúum 14 ríkja leyfilegt að ferðast til landsins. Dómsmálaráðherra ákvað í gær að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema frá og með 15. júlí nk. takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi, þar á meðal er Kanada. Í nýrri reglugerð ráðherra kemur einnig fram að bannið eigi ekki við um íbúa og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins. Icelandair byrjar að fljúga til Toronto í Kanada eftir viku og er samkvæmt áætlun félagsins flogið til borganna tvisvar í viku. Mikil aukning milli mánaða Þrettán erlend flugfélög hafa boðað komu sína á Keflavíkurflugvöll í þessari viku og samtals er búist við að 53 vélar lendi þar. Þetta er gríðarleg aukning milli mánaða en frá 15. júní til júníloka lentu 150 vélar á vellinum. Það sem af er júlí og til fimmtudags verða þær alls 261. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í Forsætisráðuneytinu, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri farið að reyna verulega á við landamærin þar sem ekki væri hægt að skima fleiri farþega en 2000 á degi hverjum. „Áætlanir flugfélaga og áætlanir um hvað margir eru um borð benda til þess að við erum komin yfir mörkin. Þá hefur sóttvarnalæknir boðað að hann muni endurskoða hvaða lönd eru talin örugg, þannig að það þurfi ekki að skima þaðan,“ segir Páll. Farþegar sem koma frá Færeyjum og Grænlandi eru undanþegnir skimunum á landamærunum. Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að mögulega verði tilkynnt í dag að íbúar fleiri landa séu undanþegnir skimunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira