Segja Kínverja hafa reynt að stela rannsóknum á bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 18:38 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira