Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júlí 2020 21:27 Mun fleiri ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári en búist var við. Vísir/Vilhelm Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30
Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44