Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 13:32 Fjölskylda Dunn við breska utanríkisráðuneytið í október. Móðir hans (2.f.h.) segir samkomulagið nú stórt skref fram á við. Vísir/EPA Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt. Bandaríkin Bretland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Sjá meira
Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Sjá meira