Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 15:48 Mál Maxwell var borið undir Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í Hvíta húsinu í gær. Lýsti hann samúð með henni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma. Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma.
Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31